Hóls-fjölskyldan hefur innrás sína í bloggheiminn

Jæja kæra fjölskylda, nú er loksins komið að því, Hóls-gengið hefur hafið innrás sína í bloggheiminn! Hér mun hvaða fjölskyldumeðlimur sem er geta sett inn myndir, myndbönd, blogg og upplýsingar um sig og sína, ásamt því að geta séð efni frá öðrum og um aðra. Vonandi nýta sem flestir sér þetta tækifæri til þess að skiptast á upplýsingum, skoða skemmtilegar myndir og nota tæknina til alls þess sem hugurinn girnist.

Nú þegar er Ólöf Hermanns. búin að setja inn myndir og nokkur myndbönd, þar á meðal frá síðustu helgi (18.-20. júlí). Hún er einnig stofnandi síðunnar og þökkum við henni kærlega fyrir framtakið.

 Að lokum vil ég bara hrópa þrefalt húrra fyrir okkur öllum og til hamingju með nýju síðuna! :o)

 Ásta Hermanns.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl öll saman. Vil þakka Ólöfu fyrir frábært framtak og þá sérstaklega að hafa náð á video glæsilegum Megas tilþrifum frá Magnúsi og Harmanni, algjörlega ómetanlegt efni.

Takk fyrir frábæra stund í Hólminum og sjáumst vonandi fljótt aftur.

Kveðja,
Daði

Daði Sigurþórs (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband