Vínland segir: „Húrra!“

Þar sem ég er runninn út á tíma að setja inn athugasemd kem ég hér askvaðandi með eigin færslu!

Mig langar að þakka kærlega fyrir þetta frábæra bloggframtak og skeiðvöll fyrir uppátæki og annað hjá okkar ætt. Takk fyrir frábæra samverustund á ættarmótinu; endurtökum þetta hið fyrsta.

 Við erum allavega komin heim í húsið við ána og farin að stússast í ýmsum málum. Nú hefst hinn kanadíski leggur (www.lakewind.com) á upptökum á fyrstu einmenningsplötu minni, Þór Brei, sem ber heitið "Running Naked". En krakkar, ÞETTA ER LÍKING! Ekki búast við myndum af mér að hlaupa strípó í skóginum. Enda yrði maður bitinn á óviðurkvæmilegum stöðum á fimm mínútum ef tekið væri á röngum árstíma.

... fyrir utan að geta verið bitinn heldur fastar á óviðurkvæmilegum stöðum ef maður hleypur óvart fram á björn að gæða sér á berjum. "Never scare a bear."

 Ég sé annars að bloggsíðan okkar er meðal tengla hérna svo þetta er allt tengt og yndislegt á alnetinu.

 Kveðjur frá Kanada,

 Þór, Hugrún og Kristinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband