1.9.2008 | 13:24
Vasaprump
Ég fékk vasaprump sagði sonurinn í lauginni á Celtic Lodge um helgina. Ekki hafði ég heyrt þetta áður, svo ég ákvað að deila því. Vasaprump er sem sagt þegar maður fer ofan í vatn í sundbuxum og loft fer út úr vasa og skálmum með loftbólum og tilheyrandi, eins og maður sé að prumpa.
Við fjölskyldan vorum í helgarferð sem byrjaði með sérstöku VIP-boði á útgáfutónleika Grammy-verðlaunahafans Gordie Sampson. Þetta var þvílíkt kvöld, sérstakt VIP-svæði, Fred Lavery upptökustjóri að kynna okkur fyrir öllum, fríir drykkir og svo tók Gordie sjálfur í spaðann á mér í umræðum í lokin, sagðist hafa fengið að hlusta á tónlistina mína, væri gífurlega hrifinn og gæti ekki beðið eftir að heyra diskinn!
So far, so good, segi ég nú bara.
Sumarið hérna hefur annars verið með eindæmum blautt, alveg ótrúlegt segir fólk. Vonandi verður haustið því lengra, betra og ljúfara.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég geri ráð fyrir að þetta sé Þór Breiðfjörð sem hér skrifar gaman að heyra frá þér. Vona að fleiri segi okkur hvað er verið að bralla....
Olof (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.